Námskeið


Námskeið í boði

 

BÚUM VEL býður upp á námskeið sem henta vel fyrir vinnustaði, félagamtök, félög fagfélaga og þá hópa sem eru áhugasamir um fjármál 60+

Námskeið 60+

Á námskeiðum BÚUM VEL fyrir 60+ er farið yfir meginreglur erfða- og hjúskaparlaga og leitast er við að svara helstu spurningum sem vakna varðandi erfðamál og hvaða reglur gilda um erfðaskrár og kaupmála. Vilt þú vita hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Hvaða reglur gilda og hverju er hægt að breyta?


Meðal efnis er:

  • Meginreglur erfðalaga
  • Lögerfingjar og bréferfingjar
  • Einkaskipti – opinber skipti
  • Fyrirframgreiddur arfur
  • Erfðafjárskattur
  • Skattalegt hagræði
  • Hvað er erfðaskrá?
  • Reglur hjúskaparlaga
  • Hvaða reglur gilda um kaupmála?
  • Réttur til setu í óskiptu búi
  • Réttarstaða sambúðarfólks
  • Skipting lífeyris
  • Spurningar
     

Verð fyrir námskeiðið er kr. 40.000. Ekki er tekið gjald fyrir fræðslu fyrir félög sjúklinga, líknar- og góðgerðafélög.


Meðal félaga sem hafa óskað eftir fræðslu BÚUM VEL eru: Félög eldri borgara í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, Félag eldri hjúkrunarfræðinga, íbúar á Mörkinni, Magnavita Háskólinn í Reykjavík, U3A, Dokkan, Parkissonfélagið, Rótarýklúbbar, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 65+.


Þau sem óska eftir námskeiði sendi póst til elin@buumvel.is

Umsögn um námskeið

„Fjármál 60+ er yfirskrift fræðsluerindis sem Elín Sigrún Jónsdóttir flutti fyrir 65+ hóp

Golfklúbbs Mosfellsbæjar 13. nóvember 2024. Tæplega 80 manns hlustuðu á erindi Elínar og ber öllum saman um að erindi hennar hafi bæði verið áhugavert og gagnlegt. Elín hefur einstaka hæfileika til að gera, oft á tíðum erfitt umræðuefni auðskiljanlegt þegar hún fjallar um fjármál eldri, eins og erfðarétt og það hver á erfa hvern þegar t.d. um er að ræða mín börn og þín börn.


Við í GM 65+ gefum Elínu og erindi hennar „Fjármál 60+“ okkar hæstu einkunn. Erindið er vel upp byggt og svarar flestum og oft „óþægilegum“ spurningum sem brenna á okkur eldri borgurum og sem við hugsanlega ýtum á undan okkur og trúum að það sé nægur tími …


Skemmtileg framsetning Elínar, hlýleg, auðmjúk og glaðleg framkoma krydda efnið.  Elín bauð upp á spurningar í lokin og gaf sér góðan tíma til að svara og kunnu GM 65+ kylfingarnir vel að meta.


Við mælum hiklaust með þessum fyrirlestri Elínar og leitum örugglega til hennar á ný.

Takk fyrir okkur.“


Kona með hatt og bláa skyrtu brosir.

Hrefna Birgitta Bjarnadóttir

Hafðu samband

Hafið samband til að fá frekari upplýsingar og ráðgjöf varðandi fasteignaskipti og eða aðra þjónustu fyrirtækisins.

Kort af borg með mynd af byggingu á.

Contact Us