Önnur þjónusta
Hinsti vilji og alhliða þjónusta vegna skipta dánarbúa.
Hinsti vilji
Boðið er upp á samtal og vinnslu yfirlýsingar um hinsta vilja þegar að lífslokum kemur, þ.e. fyrirkomulag útfarar og útfararþjónustu.
Skipti dánarbúa
Þá er erfingjum boðið upp á ráðgjöf varðandi skipti dánarbúa. Gengið er frá beiðni um einkaskipti, sölu eigna, fjárskipti erfingja og samskipti við embætti sýslumanna.
Helstu kostir
Aukin þjónusta, enginn aukakostnaður
Viðskiptavinir njóta aukinnar þjónustu við fasteignasölu, en greiða sama gjald og ella.
Fasteignasalan Eignamiðlun veitir afslátt sem nemur greiðsu fyrir þjónustu Búumvel.
Það er góðu samstarfi við Eignamiðlun að þakka að unnt er að bjóða þjónustuna viðskiptavinum að kostnaðarlausu.
Persónuleg þjónusta
Markmið fyrirtækisins er að hjálpa viðskiptavinum að takast á við breytingar.
Fyrsta skrefið er að panta trúnaðarsamtal um langanir og þarfir.
Stuðningur á krossgötum
Stórum breytingum getur fylgt mikið tilfinningarót, sérstaklega ef breytingarnar eru vegna áfalla, missis eða annarra atburða. Elín Sigrún hefur áratuga reynslu af samtölum við fólk á tímamótum og að aðstoða viðskiptavini við að taka skref af öryggi og í gleði og sátt.
Þinn fulltrúi, sem sér um þín samskipti
Þegar þú ákveður að nýta þér þjónustu Búumvel tekur Elín að sér að vera talsmaður þinn og umboðsmaður gagnvart mögulegum kaupendum, seljendum og fasteignasölu.
Það þýðir að hún verður þér við hlið alla leið í söluferlinu, hún sér um samskipti og tryggir að þú skrifir undir sölusamning og kaupsamning með öryggi og gleði.