Hvað kostar þjónustan?
Verðskrá
Sala fasteigna
Viðskiptavinir greiða ekki aukakostnað vegna þjónustu BÚUM VEL vegna fasteignasölu, heldur njóta viðskiptavildar fyrirtækisins hjá Eignamiðlun.
Hluti sölulauna greiðist til BÚUM VEL og hluti til fasteignasölunnar.
Ef seljandi hættir við að selja fasteign sína er greitt tímagjald í samræmi við þá vinnu sem BÚUM VEL hefur innt af hendi.
Kaup fasteigna
Viðskiptavinir greiða tímagjald fyrir þjónustu BÚUM VEL við yfirlestur kauptilboðs, kaupsamnings og afsals.
Tímagjald er 29.150 + vsk.
Búskipti, kaupmáli, erfðaskrá og almenn lögmannsþjónusta
Viðskiptavinir greiða tímagjald fyrir þjónustu BÚUM VEL við uppgjör dánarbúa, gerð kaupmála, erfðaskrá, þjónustu við fyrirframgreiðslu arfs og eða aðra lögmannsþjónustu.
Verð fyrir gerð erfðaskrár er kr. 72.875 + vsk. 17.490 = kr. 90.365. Innifalið er samtal - allt að klukkustund.
Ef fasteign er í dánarbúinu, þá greiðist vinna við sölu eignarinnar sem hluti af sölulaunum, sjá verðskrá um sölu fasteigna.
Er komið að því að skipta um eign?
Vilt þú fá lögmann þér við hlið við sölu fasteignar án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu?
Þarfir okkar fyrir húsnæði eru ekki þær sömu þegar við erum 35 ára eða þegar við erum komin yfir sextugt. Við heyrum oft fólk segja þegar það hefur selt húsið og flutt í hentuga íbúð.
"Ég vildi að ég hefði gert þetta fyrir 10 árum".

Hafðu samband
Hafið samband til að fá frekari upplýsingar og ráðgjöf varðandi fasteignaskipti og eða aðra þjónustu fyrirtækisins.

Contact Us
We will get back to you as soon as possible.
Please try again later.