Umsagnir
Steinunn Þorgrímsdóttir
„Ég leitaði nýlega til Elínar Sigrúnar hjá BÚUM VEL þegar ég og fjölskylda mín þörfnuðumst aðstoðar við að ganga frá einkaskiptum á dánarbúi bróður míns. Hann var ógiftur og barnlaus. Við vorum 9 systkinin og við erum bara tvær systur á lífi. Erfingjahópurinn er stór eða tæplega þrjátíu. Okkur systrum féllust hendur yfir flóknu verkefninu. Við lásum viðtal við Elínu Sigrúnu og leituðum til hennar í kjölfarið. Elín leysti málin fljótt og vel og hún reyndist okkur vel. Hún er bæði lipur og sanngjörn. Við mælum svo sannarlega með þjónustu hennar fyrir dánarbú.“
Svanhvít Þórarinsdóttir
Elín Sigrún Jónsdóttir annaðist nýverið málefni dánarbús móður okkar. Allt utanumhald Elínar var til fyrirmyndar, vinnubrögð fagleg og hún er elskuleg, þægileg og alltaf til staðar. Ég mæli heilshugar með þjónustu hennar og BÚUM VEL.
Það er dásamlegt að geta leitað til fagmanns undir erfiðum kringumstæðum.
Sóley Sveinsdóttir
"Þjónustan hjá BÚUM VEL er alveg til fyrirmyndar, falleg og hlýleg framkoma, virðing og fagmenska í allri vinnu og þjónustu. Ég gat haft samband um allt sem ég taldi mig þurfa að vita, og því var alltaf svarað. Þolinmæðin og vilji til að þjónusta okkur er alveg til fyrirmyndar. Við höfum líka fengið þjónustu mánuðum eftir að salan og allt sem tengdist henni var lokið. Ég mun hiklaust nýta mér þjónustu Elínar Sigrúnar í framtíðinni."
Ragnar Schram, frkv SOS barnaþorpanna
„Elín Sigrún Jónsdóttir hjá BÚUM VEL annaðist nýverið málefni dánarbús þar sem SOS Barnaþorpin voru meðal arfþega. Allt utanumhald Elínar var til fyrirmyndar, upplýsingar góðar og vinnubrögð fagleg. Í gegn um allt ferlið ríkti fullt traust til hennar og stóð hún fyllilega undir væntingum. Ég get því heilshugar mælt með þjónustu hennar og BÚUM VEL.“
Kristín og Öyvind Kjelsvik
"Við erum búsett í Noregi og nutum þjónustu Elínar við að kaupa íbúð á Íslandi. Hún fann fyrir okkur réttu íbúðina, annaðist öll samskipti við fasteignasöluna og gekk frá kaupunum í okkar umboði. Hún annaðist leigu íbúðarinnar á tímabili og loks seldi hún íbúðina fyrir okkur á síðasta ári. Það var einstakt að njóta þjónustu hennar. Við treystum henni fullkomlega, allt stóðst og við mælum svo sannarlega með þjónustu hennar."
Lilja Gísladóttir og Jón Snorri Sigurðsson
"Við seldum einbýlishús okkar til 30 ára og keyptum okkur nýja íbúð á byggingarstigi. Það var okkur ómetanlegt að fá lögfræðiaðstoð Elínar bæði við kaupin og söluna. Með þjónustu hennar gátum við farið áhyggjulaus í gegnum ferlið og treyst því að málin væru yfirfarin af fagmanni, fyrst og fremst með okkar hag í huga. Elín vinnur mjög faglega og nærvera hennar var frábær í alla staði. Við mælum með þjónustu BÚUM VEL."
Þráinn Þorvaldsson, fyrrv. stjórnarform. Útfararstofu Kirkjugarðanna
"Á ævi minni hef ég unnið með fjölda fólks bæði í atvinnurekstri og félagsstarfi. Samstarfið við Elínu Sigrúnu er eitt ánægjulegasta samstarf sem ég hef átt um ævina. Áhuginn, fagmennskan, hugmyndauðgin, frumkvæði, krafturinn og ósérhlífnin var mikill. Hún lagði sig alla fram. Vinnudagar hennar voru oft langir og álagið mikið. Hún uppskar mikið þakklæti aðstandenda fyrir einstaklega nærgætna framkomu og fagmennsku. Sími hennar var alltaf opinn. Ég get fyllilega mælt með þjónustu Elínar Sigrúnar. Enginn verður svikinn af störfum hennar."
Heiti umsagnaraðila
Fleiri umsagnir birtast síðar
María Steingrímsdóttir
“Þegar ég ákvað að flytja frá Akureyri á Höfuðborgarsvæðið leitaði ég aðstoðar Elínar hjá Búum vel. Í umboði mínu annaðist Elín öll samskipti við fasteignasölu og gekk frá íbúðarkaupum.
Þekking, umhyggja og fagmennska einkenndi öll samskipti við Elínu. Hún var leiðbeinandi og greinargóð í allri upplýsingagjöf og bar hag minn fyrir brjósti, sem var afar traustvekjandi.
Það var ómetanlegt að njóta þjónustu hennar, sem bæði sparaði mér fjármuni og létti af mér áhyggjum. Ég mæli heilshugar með traustri og faglegri þjónustu Búum vel.”