top of page
ESJ á kjól í lit jan 22.jpeg

Elín Sigrún Jónsdóttir

Lögmaður, eigandi BÚUM VEL

Um BÚUM VEL

Þjónusta fyrirtækisins sameinar þekkingu, reynslu, hæfileika og ástríðu Elínar. 

Hún hefur starfað sem lögfræðingur, lögmaður, markþjálfi og framkvæmdastjóri sl. þrjá áratugi, fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir og á að baki fjölbreytta reynslu.

  • BÚUM VEL, lögmaður 

  • Útfararstofa Kirkjugarðanna, hún var framkvæmdastjóri í sex ár. Elín setti m.a. á fót lögfræðiþjónustu útfararstofunnar. Hún þjónaði syrgjendum og fólki sem vildi ráðstafa eignum og gera hinsta vilja og erfðaskrár. Þá annaðist hún frágang dánarbússkipta

  • Dómstólaráð,  var framkvæmdastjóri ráðsins í áratug

  • Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, hún var fyrsti forstöðumaðurinn

  • Húsnæðisdeild félagsmálaráðuneytisins, hún skrifaði og vann að fjölmörgum lagafrumvörpum og reglugerðum á sviði húsnæðismála og greiðsluvanda heimilanna

  • Byko, lögmaður fyrirtækisins, annaðist m.a. sölu fasteigna félagsins

  • Lögmenn Höfðabakka, innheimta og málflutningur

  • Eignamiðlun, skjalagerð kaupsamninga og afsala og lausn ágreinings vegna gallamála við fasteignakaup

  • Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, í lánadeild

  • Kenndi verslunarrétt í Verzlunarskóla Íslands

  • Síðastliðna áratugi hefur Elín með góðum árangri veitt fjölskyldu, vinum og viðskiptavinum ráðgjöf  varðandi sölu og kaup fasteigna.

Samstarfsaðilar
logo_Eignamiðlun.png
Björn berg_edited.jpg
Björn Berg
Fagleg fjármálaráðgjöf
Samstarfsaðilar
bottom of page