Um BÚUM VEL
Þjónusta fyrirtækisins sameinar þekkingu, reynslu, hæfileika og ástríðu Elínar.
Hún hefur starfað sem lögfræðingur, lögmaður, markþjálfi og framkvæmdastjóri sl. þrjá áratugi, fyrir fjölmörg fyrirtæki og stofnanir og á að baki fjölbreytta reynslu.
-
BÚUM VEL, lögmaður
-
Útfararstofa Kirkjugarðanna, hún var framkvæmdastjóri í sex ár. Elín setti m.a. á fót lögfræðiþjónustu útfararstofunnar. Hún þjónaði syrgjendum og fólki sem vildi ráðstafa eignum og gera hinsta vilja og erfðaskrár. Þá annaðist hún frágang dánarbússkipta
-
Dómstólaráð, var framkvæmdastjóri ráðsins í áratug
-
Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, hún var fyrsti forstöðumaðurinn
-
Húsnæðisdeild félagsmálaráðuneytisins, hún skrifaði og vann að fjölmörgum lagafrumvörpum og reglugerðum á sviði húsnæðismála og greiðsluvanda heimilanna
-
Byko, lögmaður fyrirtækisins, annaðist m.a. sölu fasteigna félagsins
-
Lögmenn Höfðabakka, innheimta og málflutningur
-
Eignamiðlun, skjalagerð kaupsamninga og afsala og lausn ágreinings vegna gallamála við fasteignakaup
-
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna, í lánadeild
-
Kenndi verslunarrétt í Verzlunarskóla Íslands
-
Síðastliðna áratugi hefur Elín með góðum árangri veitt fjölskyldu, vinum og viðskiptavinum ráðgjöf varðandi sölu og kaup fasteigna.