top of page
Þjónustan

Margþætt ráðgjöf á sviði erfðamála og búsetubreytinga

Markmið fyrirtækisins er að veita persónulega þjónustu og hjálpa fólki að fóta sig í heimi fasteigna-sölu og -kaupa. Algengt er að byrja á opnu samtali og yfirferð um óskir og þarfir viðskiptavina. Í framhaldinu getur fyrirtækið séð um eftirfarandi verkefni fyrir hönd viðskiptavina.

  • Sala fasteigna:  Skráð fasteign á söluskrá og séð um öll samskipti við fasteignasölu og kaupendur. Viðskiptavinir fá hjálp til að meta kauptilboð og aðstoð við yfirlestur kaupsamnings og afsals, svo að þú vitir nákvæmlega hvað þú ert að skrifa undir. 

  • Kaup fasteigna: Í opna samtalinu er markmiðið að komast að niðurstöðu um búsetuform sem hentar þér best á þessum tímamótum. Þær upplýsingar eru nýttar til að finna réttu eignina handa þér og þú nýtur þjónustu í gegnum allt kaupferlið.

  • Aðstoð við löggerninga: Það á einkum við um samninga er varða erfðir, búskipti, fjármál hjóna og fjárskipti, s.s. kaupmála, erfðaskrár, skilnaðarsamninga og uppgjör dánarbúa.

Hvers vegna ætti ég að leita til BÚUM VEL?

Er komið að því að skipta um eign?

Vilt þú fá lögmann þér við hlið við sölu fasteignar án þess að greiða aukalega fyrir þá þjónustu?

 

Þarfir okkar fyrir húsnæði eru ekki þær sömu þegar við erum 35 ára eða þegar við erum komin yfir sextugt. Við heyrum oft fólk segja þegar það hefur selt húsið og flutt í hentuga íbúð.

"Ég vildi að ég hefði gert þetta fyrir 10 árum".

home keys
Bench Coffee Table

Hvar langar þig að búa?

Hvaða búsetuform hentar þér best á þessum tímamótum?

 

  • Hverjar eru þarfir þínar núna?

  • Hvernig sérð þú nýja heimilið fyrir þér?

  • Er það íbúð í fjölbýli eða er það í einbýli?

  • Er það í borginni eða úti í sveit?

  • Þarft þú stærra eða minna húsnæði?

  • Hvað hentar þér best miðað við núverandi aðstæður?

 

 

Að samtalinu loknu finnum við réttu eignina og þú færð hjálp við að ganga frá kaupum.

Fyrir framtíðina

Fyrirtækið veitir yfirgripsmikla þjónustu á sviði erfðamála svo þú getir verið fullviss um að ráðstöfun eigna þinna  sé eftir þínum óskum.​

  • Vilt þú tala um hvert eignir þínar renni eftir þinn dag?

  • Vilt þú gera tilteknar ráðstafanir varðandi eigur þínar?

  • Vilt þú greiða hluta eigna þinna til barna í formi fyrirfram greidds arfs?

Happy Boy

Önnur þjónusta

BÚUM VEL veitir ráð varðandi löggerninga á sviði erfðamála,  búskipti, fjármál hjóna og fjárskipti, s.s. kaupmála, erfðaskrár, skilnaðarsamninga og skipti dánarbúa.

Hinsti vilji

Boðið er upp á samtal og vinnslu  yfirlýsingar um hinsta vilja þegar að lífslokum kemur.

Búskipti dánarbúa

Þá er dánarbúum boðið upp á  þjónustu varðandi búskipti, gengið er frá beiðni um einkaskipti, sölu eigna og

frá fjárskiptum erfingja.

Hotel Room with Pillows

Helstu kostir

Aukin þjónusta, enginn aukakostnaður

 

Viðskiptavinir njóta aukinnar þjónustu við fasteignasölu, en greiða sama gjald og ella.

Það eru fasteignasölurnar Eignamiðlun og Torg sem veita afslátt sem nemur greiðsu fyrir þjónustu fyrirtækisins.

Það er góðu samstarfi að þakka að unnt er að bjóða þjónustuna, þér að kostnaðarlausu.

Persónuleg þjónusta

Markmið fyrirtækisins er að hjálpa þér að takast á við breytingar og finna það búsetuform sem hentar þér best.

Fyrsta skrefið er samtal um langanir og þarfir.

Stuðningur á krossgötum

Stórum breytingum getur fylgt mikið tilfinningarót, sérstaklega ef breytingarnar eru vegna áfalla, missis eða annarra atburða. Elín hefur áratuga reynslu af samtali við fólk á tímamótum og að aðstoða viðskiptavini við að taka skref af öryggi, í gleði og sátt.

Þinn fulltrúi, sem sér um þín samskipti

Þegar þú ákveður að nýta þér þjónustu BÚUM VEL tekur Elín að sér að vera talsmaður þinn og umboðsmaður gagnvart mögulegum kaupendum, seljendum og fasteignasölu. Það þýðir að hún verður þér við hlið alla leið í söluferlinu, hún sér um samskipti og tryggir að þú skrifir undir sölusamning og kaupsamning með öryggi og gleði.

Helstu kostir
bottom of page